FÉLAG ÍSLENSKRA UPPELDIS – OG MEÐFERÐARÚRRÆÐA 
FYRIR BÖRN OG UNGLINGA. 
FÍUM
Aðilar að FÍUM eru:
Meðferðarheimilið Laugalandi, Eyjafjarðarsveit.
Meðferðarheimilið Lækjarbakki.
Stuðlar.
Unglingasmiðjan Stígur.
Barna- og unglingadeild Bugl
Fjölsmiðjan.
Unglingasmiðjan Tröð.
Vistheimili barna.
Skammtímavistun fyrir unglinga, Hraunbergi 15
Viltu sækja um aðild?
Stjórn FÍUM
Stjórn FÍUM, séð frá vinstri:

Sigrún Kristín Sætran: Ritari

Þorvaldur Guðmundsson: Meðstjórnandi

Matthías Freyr Matthíasson: Formaður
Gsm: 866-9538, email: fium@fium.is

Belinda Karlsdóttir: Gjaldkeri

Steinunn Þyrí Þórarinsdóttir: Varamaður

Sigurlaug H. Traustadóttir: Varaformaður
Lög  FÍUM
§1

NAFN OG AÐSETUR FÉLAGSINS

Félagið heitir Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarúrræða fyrir börn og unglinga. Skammstafað FÍUM. Kennitala þess er 660298-2749.
Varnarþing þess er í Reykjavík. Heimili þess er vinnustaður formanns hverju sinni.

§2
MARKMIÐ FÉLAGSINS

Að standa vörð um fagleg sjónarmið og faglega hagsmuni í málefnum barna og unglinga.
Að leita leiða til að auka samskipti og efla samvinnu milli stofnana um land allt.
Að vinna með öðrum félögum og stofnunum til gagns fyrir börn og unglinga innanlands og utan.
Að auka skilning á starfi með börnum og unglingum í vanda.
Að hvetja til rannsókna á slíku starfi

Hægt er að stofna sérstakar deildir innan ramma félagsins til á ná fram settum markmiðum eða til að vinna að sérstökum verkefnum.

§3
FÉLAGSAÐILD

Félagar geta orðið íslenskar stofnanir, faglegt úrræði og heimili sem starfa að málefnum barna og unglinga sem eiga við sálræn og/eða félagsleg vandamál að stríða.

Inntökuumsóknir skulu vera skriflegar, undirritaðar af forstöðumanni/yfirmanni stofnunarinnar sem sækir um aðild. Umsóknin sendist til stjórnar félagsins. Sé umsókn hafnað skal henni vísað til næsta aðalfundar ef umsækjandi óskar þess.

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og undirrituð af forstöðumanni/yfirmanni viðkomandi stofnunar. Fyrirvari er þrír mánuðir fyrir lok bókhaldsársins.

§4
FÉLAGSGJÖLD

Aðildarstofnanirnar borga árlegt félagsgjald. Gangi stofnun í félagið á miðju ári eða seinna er henni heimilt að greiða ½ félagsgjald fyrir það starfsár.
Aðalfundur ákveður félagsgjaldið. Aðildarstofnanir greiði félagsgjald í samræmi við fjölda stöðugilda. Þó aldrei meira en sem svarar 20 stöðugildum.
Þær aðildarstofnanir sem hafa greitt félagsgjöld fyrir starfsárið hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

§5
STJÓRNIN

Stjórn félagsins skipa 5 manns. Formaður og stjórnarmeðlimir eru kosnir á aðalfundi. Stjórn skiptir með sér verkum og velur varaformann, gjaldkera og ritara. 
Kjörtímabil hvers stjórnarmeðlims er 2 ár. Á aðalfundi skal einnig kjósa 1 varamenn í stjórn til eins árs í senn.
Formaður boðar til stjórnarfunda. Svo stjórnarfundur teljist löglegur þurfa minnst 3 stjórnarmenn að sitja hann. Falli atkvæði jöfn við atkvæðagreiðslu ræður atkvæði formanns eða sé hann fjarverandi, atkvæði varaformanns.
Stjórnin sér um fjárreiður félagsins samkvæmt þeim reglum sem aðalfundur setur. Stjórnin getur ráðið launaða starfsmenn og sótt ráðgjöf eða aðra nauðsynlega aðstoð til annarra aðila.

§6
AÐALFUNDUR

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins.

Aðalfund skal halda árlega í mars. 
Boða skal skriflega til aðalfundar með a.m.k. 30 daga fyrirvara. Í fundarboði skal tiltaka tíma og stað þar sem aðalfundurinn er haldinn auk þess að tilgreina dagskrá fundarins. Einnig skal tilkynnt um það hverjir ganga úr stjórn og jafnframt hvort viðkomandi gefi kost á sér til endurkjörs. Í sömu tilkynningu skulu stofnanirnar beðnar um að koma með tillögu um nýja stjórnarmenn. 
Tillögur um breytingar á lögum félagsins þurfa að hafa borist formanni a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund.

Hver stofnun fer með eitt atkvæði á aðalfundi. Atkvæðisbærar stofnanir á aðalfundi eru þær sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið.

Á aðalfundi gildir einfaldur meirihluti við atkvæðagreiðslu nema annars sé getið í þessum lögum.

Kosning til stjórnar skal vera skrifleg. Kosning um önnur mál skal aðeins vera skrifleg sé þess óskað sérstaklega.

Stjórnin skal skipa fundarstjóra fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
1. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári.
2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins fyrir síðastliðið ár.
3. Ákveðið árgjald stofnananna.
4. Lagabreytingar. 
5. Kosning formanns.
6. Kosning annarra stjórnarmanna.
7. Kosning varamanna.
8. Kosning nefndarmanna í sérverkefni, ef fundurinn telur þörf á því.
9. Mál á dagskrá.
10. Önnur mál.

Stjórn skal kosin til tveggja ára í senn og skal kosið um tvo eða þrjá stjórnarmeðlimi árlega. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn. 
Aukaaðalfund er hægt að kalla saman ef; stjórnin telur ástæðu til; ef 1/3 aðildarfélaga fer fram á það; ef aðalfundur eða aukaaðalfundur hefur ákveðið það. Aukaaðalfund skal halda í síðasta lagi 45 dögum eftir að lögleg beiðni þar um er komin fram.

§7
FÉLAGSFUNDIR

Stjórninni er skylt að efna til almenns fundar, ef 5 félagar hið fæsta óska þess skriflega. Almennir fundir skulu auglýstir tryggilega og ekki með minna en sjö daga fyrirvara.

§8
MEIRIHÁTTAR RÁÐSTAFANIR

Allar meiriháttar ráðstafanir eins og t.d. kaup, sala eða veðsetning fasteigna skulu háðar samþykki aðalfundar.

§9
FJÁRMÁL

Bókhaldsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember.
Sjóði félagsins skal geyma í banka.
Stofnfjármagn félagsins kemur frá öllum stofnunum sem að félaginu standa.
Stjórnin hefur umboð til að ávaxta fé félagsins. 
Ársreikningi félagsins, ásamt bókhaldsblöðum og reikningum, skal skila til skoðunarmanns reikninga félagsins eigi síðar en 7 sólarhringum fyrir aðalfund.

§10
FJÁRHAGSSKULDBINDINGAR FÉLAGSINS

Fjárhagsleg ábyrgð félagsins takmarkast af þeim fjármunum sem á hverjum tíma eru til ráðstöfunar.
Hvorki stjórnarmenn né aðrir sem aðild eiga að félaginu bera neina persónulega ábyrgð á fjárhags-skuldbindingum þess.

§11
SJÓÐIR FÉLAGSINS

Stjórnin getur ákveðið að fjármunir sjóða og styrktarsjóða sem félagið hefur til umráða skuli úthlutað af sérstakri nefnd, en í henni skal vera a.m.k. einn úr stjórn félagsins.

§12
VANTRAUST OG AFSÖGN STJÓRNAR

Verði vantraust lýst á stjórn skal boða til almenns félagsfundar innan tveggja vikna frá vantrausts-yfirlýsingu. Skal boða til þess fundar með tryggilegum hætti og með a.m.k. viku fyrirvara. Skal þar kjósa bráðabirgðastjórn sem situr fram að næsta aðalfundi.

§13
FÉLAGSSLIT

Félagsslit skulu samþykkt á tveimur aðalfundum í röð, á venjulegum aðalfundi eða aukaaðalfundi, s.b.r. gr. 6.
Sá aðalfundur þar sem félagsslit fer fram skal ráðstafa fjármunum félagsins til barna og/eða unglingastarfs.

§14
GILDI LAGANNA

Með samþykki þessara laga falla þegar úr gildi eldri lög félagsins.

Reykjavík 9. mars 2012
Skýrslur Stjórnar
Reglur starfsmenntunar- og styrktarsjóðs FÍUM
1. Nafn sjóðsins

Starfsmenntunar- og styrktarsjóður Félags íslenskra uppeldis- og meðferðarúrræða fyrir börn og unglinga og starfar hann eftir því markmiði og skipulagi sem hér segir.

2. Markmið sjóðsins

Sjóðurinn skiptist í A og B hluta.

A) Auka tækifæri starfsmanna aðildarstofnanna FÍUM til framhalds- og endurmenntunar í tengslum við störf þeirra.

B) Efla möguleika stofannna og úrræða að vinna að sérstökum verkefnum með þeirra skjólstæðingum.

3. Stjórn sjóðsins

Skal skipuð stjórn FÍUM og heldur hún gerðabók og ritar í hana allar samþykktir sínar, greiddar upphæðir, dagsetningu umsókna og greiðslu styrkja. Hún afgreiðir umsóknir, sker úr um vafaatriði, t.d. um sjóðsaðild eða styrkhæfi og tekur á öðru sem upp kann að koma. Til að samþykkt sé lögmæt þarf meirihluti stjórnar að greiða henni atkvæði.

4. Tekjum sjóðsins

Skal einungis varið í samræmi við markmið hans, sbr. 2. gr.

5. Hámarksstyrkur

a) Miðast við stærð sjóðsins hverju sinni. Ekki eru greiddir hærri styrkir en sem nemur framlögðum reikningum.
b) Styrktarupphæð til sérstaks verkefnis skal vera 100.000,-. Stjórn er heimilt að breyta þessari upphæð árlega út frá fjárhag félagsins. Sú ákvörðun skal tilkynnt á aðalfundi.

6. Styrkhæfi verkefna

A hluti sjóðsins:

Aðild. Einungis starfsmenn aðildarstofnanna FÍUM, sem hafa starfað þar í minnst eitt ár samfellt, geta sótt um styrk. Aðildarstofnun þarf að hafa verið a.m.k. tvö samfelld ár í FÍUM og vera skuldlaus við félagið til að starfsmenn hennar öðlist rétt til úthlutunar og er þá miðað við upphaf verkefnis. Óheimilt er að styrkja aðra.
Tíðni. Einungis þeir sem engan styrk hafa hlotið frá STFÍUM sl. tvö ár eru styrkhæfir.
Inntak. Verkefni þarf að miða að því að auka fagþekkingu starfsmanns til að vera styrkhæft.
Frágangur umsókna. Vanda skal frágang umsókna og tilgreina nákvæmlega til hvers verja á styrkfénu. Ella getur umsækjandi átt á hættu að ekki sé fjallað um umsókn hans, þar til bætt hefur verið úr.
Stéttarfélag umsækjanda. Umsækjanda ber að sækja fyrst um til síns stéttarfélags og skila inn gögnum því til staðfestingar. Telji stjórn að umsókn til sjóðsins ætti að greiðast af öðrum er henni hafnað.
Sótt um aftur í tímann. Hægt er að sækja um styrk fyrir verkefni allt að einu ári aftur í tímann miðað við lok verkefnis. Móttaka umsóknar hjá skrifstofu sjóðsins verður því að vera innan árs frá lokum verkefnis.
Umsóknarfrestur. Umsókn þarf að berast fyrir 1. apríl eða 1. október og er þá tekin til skoðunar á næsta stjórnarfundi á eftir.
B hluti sjóðsins:

Aðild. Einungis aðildastofnanir og úrræði FÍUM geta sótt um styrk.
Tíðni. Stofnanir/úrræði geta sótt um árlega, sú stofnun sem fékk úthlutað árinu áður situr hjá.
Inntak. Verkefnið þarf að miða að því að auka lífsgæði barnanna/unglinganna og vera liður í uppbyggingarstarfi með þeim.
Frágangur umsókna. Vanda skal frágang umsókna og tilgreina nákvæmlega til hvers verja á styrkfénu. Ella getur umsækjandi átt á hættu að ekki sé fjallað um umsókn hans, þar til bætt hefur verið úr.
Sótt um aftur í tímann. Hægt er að sækja um styrk fyrir verkefni allt að einu ári aftur í tímann miðað við lok verkefnis. Móttaka umsóknar hjá stjórn verður því að vera innan árs frá lokum verkefnis.
Umsóknarfrestur. Umsókn þarf að berast 2 vikum fyrir aðalfund.

7. Hvað er styrkt?

A hluti sjóðsins:

Nám-, námskeið, ráðstefnur, málþing og heimsóknir innanlands sem utan.

Hvað fæst greitt? Útlagður ferðakostnaður (flug-, lestar-, ferju-, og/eða rútuferðir), gisti-, náms-, námskeiðs- og ráðstefnukostnaður.
Hvað fæst ekki greitt? Fæði, ferðir innan borga og launatap.
8. Ferli umsókna hjá sjóðnum A og B hluta

Forgangur. Sá skal njóta forgangs sem aldrei hefur hlotið fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Ef þá er enn þörf á forgangsröðun ræður starfsaldur starfsmanns innan aðildarstofnanna FÍUM. Heimilt er að hafna öllum umsóknum.
Niðurstaða tilkynnt skriflega. Þegar umsókn hefur verið afgreidd er sjóðfélaga kynnt niðurstaðan skriflega, þar sem fram kemur hvaða gögnum þarf að framvísa til að fá styrkinn greiddan.
Greiðslur úr sjóðnum fara fram gegn framvísun reikninga í frumriti eða staðfestu afriti hafi aðrir greitt hluta þeirra sbr. lið e. grein 6.
Skil á gögnum til sjóðsins eru á ábyrgð umsækjanda.
Staðfesting á verkefni. Sýna þarf fram á, t.d. með prófskírteini, þátttakendalista eða bréfi umsjónarmanns verkefnis, þátttöku umsækjanda í styrkhæfu verkefni. Staðfesting þarf að koma frá öðrum aðila en umsækjanda sjálfum og er því nauðsynlegt að halda til haga öllum gögnum.
Útborgun styrks fer fram þegar verkefni er lokið.
Greiðsla styrks í A hluta er alltaf endurgreiðsla útlagðs kostnaðar. Ekki er nauðsynlegt að leggja fram reikninga í B hluta.
Áskilinn sveigjanleiki. Sjóðurinn áskilur sér rétt til sveigjanleika í greiðslu styrks en leitast verður við að greiða styrki úr sjóðnum eins fljótt og aðstæður leyfa hverju sinni.
Fyrning umsókna. Réttur til greiðslu samkvæmt ákvörðun
sjóðsins fyrnist ef umsækjandi hefur ekki skilað nauðsynlegum gögnum (reikningum og staðfestingu) innan 9 mánaða frá dagsetningu tilkynningar um styrkveitingu.
Tvígreiðsla eða ofgreiðsla styrks. Ef mistök verða í afgreiðslu umsóknar eða greiðslu styrks verður leitast við að leiðrétta þau eins fljótt og hægt er. Ef umsækjandi fær styrk greiddan tvisvar eða of háa upphæð þarf hann að tilkynna sjóðnum mistökin og endurgreiða þegar í stað þá upphæð sem um munar til sjóðsins aftur.

9. Réttur til að hætta við umsókn

Umsækjandi sem fengið hefur vilyrði fyrir styrk er ekki skuldbundinn sjóðnum til að ljúka verkefni sem styrkt var. Ef verkefni er ekki lokið eða umsókn er dregin til baka áður en styrkur er greiddur fellur styrkloforð niður og hefur umsóknin þá engin áhrif á réttindi umsækjanda hjá sjóðnum.

10. Geymsla gagna hjá FÍUM

Samþykktar umsóknir og öll önnur gögn sem fylgja umsókn, eins og stimplaðir reikningar, eru geymd í 7 ár.
Umsóknir, sem hefur verið hafnað eða vísað frá, eru ekki geymdar lengur en eitt ár.

11. Upplýsingar um sjóðinn

Stefnt skal að því að hafa upplýsingar um sjóðinn aðgengilegar á heimasíðu FÍUM. Upplýsingar um starfsemi sjóðsins birtast í í öðrum miðlum eftir því sem tilefni þykir. Samþykktar breytingar á reglum þessum verða uppfærðar á heimasíðu.

12. Reikningsár sjóðsins

Er almanaksárið.

13. Skýrsla

Árlega skal stjórnin skrifa skýrslu þar sem gerð er grein fyrir fjárhag sjóðsins og starfsemi síðastliðið reikningsár. Skal skýrsla þessi kynnt á aðalfundi.

14. Heimili sjóðsins og varnarþing

Er í Reykjavík.

15. Önnur ákvæði

Gildistaka. Reglur þessar voru samþykktar á stjórnarfundi FÍUM júní 2012.
Brottfall. Við gildistökuna falla úr gildi aðrar reglur og ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við reglur þessar.
Hafa samband
Hægt er að hafa samband við formann FÍUM, 
Matthías Frey Matthíasson 
í gegnum síma: 866-9538 
eða email: fium@fium.is
Með því að haka hér við þá samþykkir þú skilmála okkar um meðhöndlun persónugagna - sjá hér.
FIUM ©2019.      
Powered By ClickFunnels.com