Málþing FÍUM.
Sáttamiðlun.
Kæru fundargestir, komið þið sæl. Ég heiti Hafsteinn Hafsteinsson og sé um að innleiða sáttmiðlun inn í íslenskt réttarkerfi. 

Spurning ráðstefnunar er hvort olnbogabörn séu ennþá til og svarið mitt er aðolnbogabörn eru svo sannarlega ennþá til EN mig langar til að nota þann tíma sem ég hef hér í dag til að svara því hvernig þau verða til? 

Einnig langar mig til að fara aðeins yfir hvað sáttamiðlun og uppbyggileg réttvísi er.  

Olnbogabörn eru búin til af samfélaginu sem við öll erum hluti af. Það fæðist enginn sem olnbogabarn. Þetta er allt saman mjög augljós þróun, barnið passar ekki inn í kerfi sem við fullorðna fólkið höfum þróað og því byrjar það að reka olnbogana í veggi kerfisins og endar yfirleitt að lokum fyrir utan kerfið. Það sem olnbogabarnið er auðvitað að reyna að gera er að stækka ramma kerfisins eða breyta inviðum þess en endar allt of oft fyrir utan rammann. 

Þá beitir fullorðna fólkið öllum öðrum tiltækum ráðum, en þeim sem barnið óskar eftir, til að kippa því inn í kerfið aftur. Við viljum ekki aðlaga okkur eða kerfið að barninu heldur á barnið aðlaga sig að kerfinu okkar. Þegar barnið er að finna sitt olnbogarými í kerfinu þá sýnir það af sér það sem fullorðna fólkið kallar ,,einkennilega” hegðun eða ,,afbrigðilega” hegðun. 

Óeðlileg hegðun er í rauninni ekki til. Hún kemur til út af einhverju og er því fullkomlega eðlileg. Öll merki ,,óeðlilegrar” hegðunnar eða hegðunnar sem telst vera frávik frá hinu ,,venjulega” er hróp á hjálp. Það er tæki barnsins, og eina leið þess, til að láta okkur vita að það sem við erum að gera er ekki að ganga upp. Við erum ekki að mæta þörfum barnsins. 

 Nú svo tökum við upp á því að stimpla eða sjúkdómsgreina börnin: Hún er með sértæka námsöðruleika, hann ofvirkur, hún er með athyglisbrest, hún er með átröskun en hann er þunglynt eineltisbarn. Ef við teljum að börn almennt fæðist til að mynda ofvirk þá þarf kerfið að gera ráð fyrir því, ef kerfið gerði ráð fryrir slíkum börnum þá væri ekki um vandamál að ræða, bara annars konar hegðun sem eðlilega væri unnið með í t.d. skólakerfinu. 

Allir sáttir, ekkert mál, engin olnbogabörn inn í myndinni. Ég sé örlítið frávarp og eiginlega meinfyndið frávarp í hegðunarmynstri og hugsun hjá okkur fullorðnafólkinu frá því að ég fór að gefa hegðun fullorðna fólksins gaum. Það lítur nefnilega ekki út fyrir annað en að við ,,venjulega” fullorðna fólkið séum með þessi ofangreindu ,,sjúkdómseinkenni”. 

Það er alveg augljóst að við fullorðna fólkið erum meira og minna ofvirk, sem má best sjá á því að við vinnum að meðaltali 53 klukkustundir á viku og erum eins og útspýtt hundskinn eftir vinnuvikuna. Svo er það annað, íhugun eða einhvers konar hugarró fær engan sess dag frá degi. 

Við eigum gríðarlega erfitt með að staldra við og njóta augnabliksins, leyfa lífinu hafa sinn gang og gleðjast og þakka fyrir það fallega sem við eigum. Það er ekki hluti af okkar hefðbundna lífi, og að sjálfsögðu ekki heldur hluti af lífi barnanna okkar. Við erum augljóslega með athyglisbrest af því að við tökum ekki eftir því þegar börnin okkar vilja bara fá athygli, ást, umhyggju og skilning á þeirra þörfum. 

 Og svo endurtökum við sömu mistökin aftur og aftur gagnvart þessum börnum og hljótum því að vera með sértækanámsöðruleika. Það er augljóst að þegar að við sinnum ekki grunnþörfum barns þá byrjar það að hegða sér ,,illa” og mun gera það þangað til að við mætum þörfum þess. 

Og það sem er svo einkennilegt er að það getur tekið okkur mörg ár að mæta þörfinni. Nú ef við tökum olnbogabarn sem á erfitt með lestur en er alltaf neitt til þess að lesa t.d. fyrir framan samnemendur þá verður barnið sjálft að mæta sjálfsstrausts þörfinni einhverstaðar og getur valið að gera það með ofbeldi. 

Hann/hún getur níðst á skólafélögum til að hýfa upp sjálfsálitið og þannig fengið uppreisn æru hvað virðingu varðar frá vinum og kunningjum. En þörfin er botnlaus því þarna er aðeins um skammtíma vermir að ræða. Stimpillinn er ennþá á enni barnsins, sjálfsímynd barnsins er ennþá sú að það sé Halli eða Hulda heimska. 

Barnið vill allan tímann fá virðingu, skilyrðislausa ást og umhyggju frá fullorðna fólkinu sem auðvitað fordæmir ofbeldishegðun þess en setur barnið allt of oft í þá stöðu að tapa, og viðheldur því vítahringnum. Þetta er það sem er að gerast aftur og aftur í skólakerfinu í ólíkum myndum en aldrei tekst okkur að uppræta vandann. 

Og það er ekkert skrítið ef fullorðna fólkið hagar sér alveg eins. (Sjá könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna). Börn annarra eru okkar börn og við megum hvergi slá slöku við. Því miður virðist vera annsi oft brestur þar á og þá tekur réttarkerfið við barninu. Þegar hér er komið við sögu er samfélagið búið að rugla í barninu stundum alveg frá fæðingu. 

Réttarkerfið, kemur ekki með neinar lausnir heldur bíður upp á ákærufrest eða skilorðsbundnar refsingar, sem aldrei eru bundnar neinum skilyrðum öðrum en þeim að börn mega ekki brjóta af sér á meðan á skilorðinu stendur. Ástæðan er sú að það eru ekki til úrræði og það er ekki vilji fyrir því að kosta skilorðseftirlit. Nú ef börn brjóta skilorðið þá fá þau yfirleitt annað skilorð og það er ekki fyrr en allt er komið í óefni að það á að gera eitthvað róttækt. 

Hér erum við orðin að fullsköpuðu kraftaverkasamfélagi. Samfélagi sem trúir á að kraftaverk gerist oftar en ekki. Þá á að senda börn á meðferðarheimili til að afrugla þau eftir að fullorðna fólkið er búið að vera rugla í þeim í mörg herrans ár. Það kalla ég kraftaverk og kraftaverkasamfélag. 

Oftast má það helst ekki taka meira en 6 mánuði til eitt ár því þá er afruglunin byrjuð að kosta of mikið. Á meðan er sáralítið unnið með foreldra og aðra fullorðna sem í rauninni er vandamálið. Svo ég tali nú ekki um, þegar þessi sömu börn sprengja allt utan af sér, af því að meðferðarheimilin eru ekki heldur aðlöguð að þeim, og þau þá stundum send í fangelsi. Börn sem áður voru kölluð olnbogabörn eru orðin að afbrotamönnum. 

 Fangelsi á Íslandi eru ekki betrunarvist. Athuganir sem gerðar hafa verið sýna svo ekki verði um vilst að fangelsi á Íslandi betra ekki fólk. Heldur eru þetta lokuð dvalarheimili. Þá getur það ekki verið neitt annað en kraftaverk ef búið er að rugla í barni til fjölda ára að slíkt kerfi leiði það aftur inn á rétta braut. Ef barnið allt í einu ákveður að eyða mestum tíma fangelsisvistarinnar inn í klefa með Biblíuna sér við hönd, þá hlýtur það að vera eitthvað inn í barninu eða Guð sem læknaði barnið. 

Kerfið bíður nefnilega upp á sáralítið annað en að þessi börn læri af reyndari afbrotamönnum, styrki tengslanet sitt við þá og komi aftur út í samfélagið jafn slæm eða harðgerðari en þau voru áður. Sem er einmitt það sem við vildum alls ekki að myndi gerast. En hér koma sértæku námsörðuleikarnir aftur við sögu því við lærum ekki af reynslunni. Það er ljóst að það tekur heilt samfélag að ala upp barn. Við berum öll ábyrgð. Og fullorðna fólkið þarf að endurmeta allt sem það hefur verið að gera gagnvart unga fólkinu. Okkur hefur tekist vel upp í sumu en í mörgu megum við bæta okkur verulega. 

Foreldar eru að klikka, skólar eru að bregðast uppeldishlutverki sínu, barnaverndarnefndir eru fjársveltar og gera það sem þær geta en ganga ekki næstum því nægilega langt, réttakerfið er fullkomlega að bregðast þessum einstaklingum með refsigleði sinni og skilningsleysi á þörfum bæði geranda og þolanda, enda í grunninn refsikerfi sem byggir hugmyndir sínar á útbrunnum trúarskoðunum: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn – lesið þið bara Biblíuna þá sjáið þið hvaðan refsigleðin og hefnigirnin er komin. Sáttamiðlun sem ég vonandi hef tök á að ræða um hér á eftir gengur einmitt út á að losa sig við refsihugtakið í kristinni trú og byggja frekar á kærleiksboðskap hennar. Það er svo auðvelt að refsa, þú færð instant svörun en ef þú beitir uppbyggilegum úrræðum þá breytir þú skilningi fólks á hegðun sinni og afleiðingum þeirra og þá þarf ekki stöðugt að vera að fylgjast með því. 

En þetta kostar pening og uppbyggilega leiðin tekur lengri tíma og töluverða vinnu en skilar margfalt meiri árangri. (smbr. langtímarannsókn) Þetta skiljum við fullorðna fólkið ekki, sem sést best á því að við erum ekki að beita þessum aðferðum. ,,,,kannski af því að við erum ekki ennþá búinn að átta okkur á út á hvað allt þetta gengur, hver tilgangurinn með lífinu er. Samstaðan um það er allavega mjög óljós. 

 Heimurinn versnandi fer. Hver kynslóðin af annarri kenni hinni sömu vitleysuna (Dæmi könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna). Við mengum umhverfið því við kunnum okkur ekkert hóf, stjórnmálamenn reyna leysa mál sín með því að rífast í fjölmiðlum og klekkja á andstæðingnum, ofbeldisfullir tölvuleikir, bíómyndir og auglýsingar ýta stöðugt undir þá hugmynd að völd, áhrif og sá sterki lifir af en hinir veikari verða undir og fullnægi ekki þörfum sínum nema með því að beita hnefaréttinum. Við leiðum börnin saman í alls konar keppnir, þessir á móti hinum. Í dag er hugmyndafræðin um EINN FYRIR ALLA OG ALLIR FYRIR EINN á undanhaldi. 

Nei, við erum annað hvort Hafnfirðingar, Íslendingar, norðurlandabúar, vesturlandabúar, hvítir menn, mín fjölskylda á móti þinni fjölskyldu o.s.frv. Við aðgreinum okkur þar sem það hentar sérhagsmunum okkar. Sérhagsmunahyggja og innilokunarstefnur eru alls ráðandi. Haldið þið að börnin okkar séu ekki að fylgjast með þessu, skoða hegðun okkar og nota okkur og það sem gerist í umhverfi þeirra sem fordæmi og fyrirmyndir. Ágætu ráðstefnugestir, það tekur heilt samfélag til að ala upp barn og það þarf að ráðast að rótum vandans, að orsökum þess að olnbogabörn verða til, ekki bara að vinna með afleiðingarnar. Og ef við ætlum að vinna með afleiðingarnar þá þurfum við að gera það af kænsku, ekki hörku. Við þurfum að endurmeta allt kerfið, fara ofan í saumana á því frá A til Ö. Og við þurfum að byrja að eyða peningum í börnin okkar og allt kerfið sem að þeim snýr, þar liggur jákvæð og björt framtíð okkar.

Lausnir. Hverjar eru lausnirnar:Kenna fólki að ala upp börnAðlaga skólakerfið að börnumFærri krakka á hvern kennaraFærari kennara, borga þeim hærri laun. Kenna kennurum að kennarastarfið er uppeldisstarf. Kenna börnum samkvæmt þörfum þeirra og ólíkri getu þeirra. Leggja miklu minni áherslu á raungreinar etc og kenna börnum meira um lífiðKenna börnum hvernig á að leysa vandamál, átök, ágreining og deilur.Boða alheims trúarbrögð, öll trúarbrögð jafn góð og einblína á kærleik, ást og umhyggju. 

Draga úr refsingum í réttarkerfinu og endurskoða refsiboðskap kristinnar kirkju, siðferðið sem við byggjum okkar gildi og viðmið á. Það á að kenna þróunarsögu Darwins og alla þá neikvæðu og jákvæðu gagnrýni sem hún hefur fengið. Endurmeta Biblíuna, gagnrýna trúarrit í skólum. Börn eiga að skilja boðskap trúar fyrir fermingu og þær sögufalsanir og ranghugmyndir sem fyrr finnast í þessum ritum, þar með talinn Kóraninn svo dæmi sé tekið. 

Talað er um að mark megi taka á um 15% til 20% af því sem stendur Biblíunni. En eins og allir vita að í gegnum aldirnar hafa trúarbrögð verið notuð á hinum ýmsu stofnunum til að hafa vald á lýðnum og öðlast áhrif og völd. Konungar og einræðisherrar tóku úr biblíunni það sem gaf fólki stjórn á eigin lífi og bættu öðru inn í sem hentaði þeim til að hafa stjórn á fólki. Þetta vita allir sem eitthvað hafa skoðað trúarbragðasögu með opnum huga. Við þurfum að kafa dýpra. Hvers konar lífverur erum við. Erum við bara kjöt, skinn og bein eða erum við líka með sál. 

Við þurfum að kenna börnum að öðlast þennan skilning sjálf, benda þeim á staðreyndir sem eru með og á móti þessum ólíku viðhorfum um manninn og kenna þeim að komast að niðurstöðu sjálf, því enginn í rauninni getur sannað neitt fyrir neinum. Hver verður að komast að SINNI niðurstöðu sjálfur, ekki að niðurstöðu foreldranna eða annarra með þeim fordómum sem þeim fylgir. Með því að kenna börnum ekki um óskilvitlega hluti og æðri mætti þá höfum við ákveðið að það sé ekki sannleikurinn. Hver maður er einn í að finna sinn skilning á lífinu. Hvar hamingjuna er að finna, hvernig hann/hún öðlast hugarró. Nú ég get nefnt náttúruna. 

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna.Mjög margt varðandi matvæli og matvælaframleiðslu. Skorðdýraeitrun, erfðabreyttur matur, bindiefni, þrávarnarefni og litarefni í hangikjöti etc. Stríð og vopnaframleiðsla fær jafnstóran ef ekki stærri sess en mannúðaraðstoð.Virðum fátækt af vettugi. 

Sjá bara tölur og rannsóknir sameinuðuþjóðanna.Vitum ekki hvenær við erum komin með nóg, græðgi endurspeglar mjög samfélag þjóðanna.Oftast veljum við völd yfir öðrum en ekki völd með öðrum.Við sækjumst eftir frægð og frama sem takmark í sjálfu sér en ekki með æðri markmið í huga. 

Við veljum oft farsæld á kostnað annarra en ekki sem tæki til að hjálpa öðrum. Og við viljum sigur hvað sem hann kostar en ekki sigur sem kostar aðra ekki neitt eða er þeim til einhvers framdráttar. Við bjóðum ekki upp á jöfn tækifæri heldur óttumst að ekki sé nóg handa öllum og höldum því að okkur höndum, svo við verðum ekki undir í baráttunni. Við sönkum að okkur því við hræðumst mögru árin. 

 Koma hér inn í með að sigra og tapa fái veigamikinn sess í skólum og samfélaginu.
Hafa samband
Hægt er að hafa samband við formann FÍUM, 
Matthías Frey Matthíasson 
í gegnum síma: 866-9538 
eða email: fium@fium.is
Með því að haka hér við þá samþykkir þú skilmála okkar um meðhöndlun persónugagna - sjá hér.
FIUM ©2019.      
Powered By ClickFunnels.com